Saga - 1949, Side 32
28
firzkra presta, þó að það sé ekki berlega sagt.
Árið 1343 er Jón biskup sagður hafa verið
vígður til Garða á Grænlandi,1) en þangað fór
hann aldrei. Árið 1356 hefur hann gengið á
páfagarð til þess að sækja um biskupsdæmi á
Hólum.2) Fékk hann þá bréf páfa þess efnis,
að erkibiskup skyldi „fyrir skipa þá persónu
Hólakirkju til biskups, er viti og vilji stýra
þeirri kirkju viturlega".3) Árið 1358 barst sú
fregn hingað, að erkibiskup hefði skipað Jóni
biskupi biskupsstólinn á Hólum og að því hefði
verið lýst (Lögmannsannáll)4) á kór í Krists-
kirkju í Niðarósi. Jón biskup Eiríksson fór
hingað árið 1359. Var vel við honum tekið.
Var hann engra skilríkja krafinn, og Þorsteinn
prestur Hallsson, sem hafði staðið fyrir bisk-
upsdæminu eftir lát Orms biskups Áslákssonar,
hafði fengið Jóni biskupi í hendur öll umráð.
En bráðlega tók það að kvisast, að biskup
mundi engin skilríki hafa, og um haustið 1361,
25. nóvember, krafði Þorsteinn prestur biskup
skilríkja heima á Hólum, en biskup vildi ekki
eiga tal við þá Þorstein. Kölluðu þeir hann
Grænlendingabiskup, en ekki Hólabiskup. —
Prestar allir milli Öxnadalsheiðar og Reykja-
dals nyrðri í Þingeyjarþingi sögðu biskupi upp
hlýðni og gerðu Þorstein prest Hallsson for-
mann sinn, og tók hann undir sig Möðruvalla-
klaustur. Hins vegar lutu prestar allir í Skaga-
firði og Húnavatnsþingi biskupi, enda stóð
1) Isl. Annaler bls. 210, 222, 273, 401.
2) Isl. Annaler bls. 224, 356, 405.
3) Isl. Annaler bls. 224, fsl. fornbr.safn III. 113.
4) Isl. Annaler bls. 277.