Saga - 1949, Page 34
30
förinni fyrr en árið eftir.1) Ólafur Pétursson
hefur verið einn af helztu andstæðingum Jóns
biskups, og var því eðlilegt, að hann færi utan.
Sama var um Þorstein prest Hallsson.2) Þor-
steinn Eyjólfsson hefur verið talinn rnanna
bezt fallinn til þess að standa af hálfu leik-
manna fyrir máli þein-a við konungsvaldið.
En áður þeir færu utan, gerðust meiri tíðindi
á íslandi.
Þorsteinn Eyjólfsson var einn mesti og auð-
ugasti höfðingi á landi hér um sína daga. Hann
var fimm sinnum lögmaður og hafði á hendi
hirðstjórn þrisvar sinnum. Hann kemur síðast
við bréf árið 1402,3) og hefur sjálfsagt andazt
skömmu þar eftir. Hefur hann orðið gamall
og kemur mjög við sögu landsins milli 40 og
50 ár. Auðsætt er, að Þorsteinn hefur verið
af auðugum höfðingjaættum kominn. Má um
hann einkum vísa til Safns til sögu Islands II
65—67, 68, 71, 74—77 (Lögmannatal Jóns
Sigurðssonar) og 620, 632—633 (Hirðstjóra
annáll sira Jóns Halldórssonar), Sýslumanna-
æfa Boga Benediktssonar I. 297—303 og
Blöndu VII. 73—89 (Steinn Dofri). Þess skal
hér aðeins geta, að Steinn Dofri telur það alveg
rangt, að kona Þorsteins hafi verið „Arnþrúð-
1) Isl. Annaler bls. 225, 279, 360, 408.
2j Af sögnum í Skálholtsbrotinu má ráða, að Þor-
steinn prestur lm.fi farið utan sér og orðið afturrnka
fyrst, en af liinum annálunum sést, að þeir hafi farið
á sama skipi, sem og líklegt er, úr því að þeir keyptu
skipiS saman.
3) ísl. fornbr.safn III. 474—476.
i