Saga - 1949, Síða 35
31
ur Magnúsdóttir“ frá Svalbarði, heldur Kristín
Þórðardóttir Kolbeinssonar Auðkýlings, systir
Árna Þórðarsonar hirðstjóra. Sé þessi kona
Kristín sú Þórðardóttir, er Gottskálksannáll1)
segir dána 1375.2) Með þessum hætti sé Þor-
steinn kominn að Lönguhlíð, sem Halldóra Þor-
valdsdóttir, móðir Kristínar, hafi átt. (Sbr. að
framan bls. 20—21 um Árna Þórðarson).
Geta má þess hér, að ein dætra Þorsteins
Eyjólfssonar var Solveig kona Bjarnar Jór-
salafara. Solveigar-nafnið er ættgengt með
Oddaverjum. Solveig Jónsdóttir Loftssonar,
kona Guðmundar gríss á Þingvelli, var móðir
Þorláks. föður Ásbjargar og Staða-Árna. En
sonur Helga Loftssonar og Ásbjargar var
Loftur, en hans dóttir Solveig, kona Þorvalds
Geirssonar í Lönguhlíð. Þeirra dóttir var, að
ætlan Steins Dofra, Halldóra móðir Kristínar
konu Þorsteins, sem að var vikið, móður Sol-
veigar í Vatnsfirði. Loftur Helgason lætur
dóttur sína heita Solveigu eftir langömmu
sinni, en Kristín kona Þorsteins Eyjólfssonar
hefur látið heita eftir ömmu sinni. Síðan er
nafnið algengt í ætt Bjarnar Jórsalafara og
Solveigar Þorsteinsdóttur, eins og alkunnugt
er (Solveig Þorleifsdóttir, Solveig Guðmundar-
dóttir ríka og Solveig Björnsdóttir ríka).
Annars má geta þess, að Björn ríki og Ólöf
Loftsdóttir hefðu verið fjórmenningar og því
ekki mátt eigast samkvæmt lögum kirkjunnar,
Kristinrétti Árna biskups 27. kap., ef Þor-
1) Isl. Annaler bls. 363.
2) Blanda VII. 87—88.