Saga - 1949, Page 37
33
þá verið systir Árna Þórðarsonar hirðstjóra,
°8' Þorsteinn hefði þá átt námágs síns að
hefna á Smið Andréssyni. Saga Smiðs, og eft-
irmálin eftir hann, skýrist að ýmsu leyti betur,
ef svo hefur verið farið, sem Steinn getur til,
en ella mundi.
Þá hefur Steinn Dofri í áðurnefndri ritgerð
sinni í Blöndu leitazt við að sýna það, að Þor-
steinn Eyjólfsson hafi verið af ætt Odda-
verja.1) Röksemd til þess — og reyndar eina
röksemdin — er það, að Þorsteinn átti Grund
í Svarfaðardal, sem hann kallaði beztu jörð
sína norðanlands og skipaði kristfjárjörð í
erfðaskrá sinni.2) Þessa jörð hafi Þórður kak-
ali eignazt eftir lát Tuma bróður síns (1244),
en Steinvör Sighvatsdóttir á Keldum, systir
Þórðar, hafi erft hana eftir hann (1256), og
síðan hafi jörðin gengið í erfð til sona Stein-
varar og Hálfdanar Sæmundarsonar. Er þetta
allt hárrétt. Nærtækasta skýringin á eignar-
i’étti Þorsteins, að jörð þessari sé þá sú, að
Þorsteinn sé með nokkrum hætti kominn af
einhverjum sona Steinvarar og Hálfdanar. Þeir
eru þrír nefndir: Sighvatur, Loftur og Sturla.
Getur Steinn þess helzt til, að Arnfinnur afi
Þorsteins Eyjólfssonar, hafi verið sonur Sturlu.
En auðvitað telur hann ekki fyrir það girt,
að Þorsteinn geti verið kominn af einhverjum
Steinvararsyninum um kvennkné. Að vísu
bendir eignarréttur fasteigna á mismunandi
tímum á frændsemi eigenda. En eignarrétti
raá líka afsala með kaupum, skiptum og gjöf-
1) Blanda VII. 84—87.
2) ísl. fornbr.safn III. 392.
Saga . 3