Saga - 1949, Side 38
34
um, þó að aðiljar séu óskyldir eða ómægðir.
Hins vegar er víst ekkert kunnugt, er geri það
ósennilegt, að slíkar mægðir hafi orðið rnilli
niðja einhvers Steinvararsona og forfeðra Þor-
steins, að Grund hafi þannig í þá ætt komizt.
Og tímans vegna getur Arnfinnur afi Þor-
steins vel verið sonur einhvers þeirra, t. d.
Sturlu. Eignarréttur Þorsteins að Grund í
Svarfaðardal _ veitir líkur til þessa, eins og
Steinn vill helzt halda. Og þá hefðu þau Þor-
steinn og Grundar-Helga verið skyld, en þó
ekki svo, að börn þeirra mættu eigi eigast.
Björn Jórsalafari átti Solveigu dóttur Þor-
steins, sem kunnugt er. Má hver trúa því, er
hann vill, um þetta.
4. BENEDIKT KOLBEINSSON.
„Sonr Kolbeins“ sitt
sverð reiddi frítt,
segir í Snjólfsvísum um Grundarbardaga í
Flateyjarannál. Þegar leita skal að þessum
„Kolbeinssyni", þá beinist hugurinn skjótt að
sonum Kolbeins Auðkýlings. Þórður kemur þó
ekki til greina, ef hann er sá Þórður Kolbeins-
son, sem sagður er dáinn 1331 og sennilega er
faðir Árna hirðstjóra, eins og áður getur. Jóns
sonar Kolbeins er hvergi við getið, svo að
naumast er átt við hann. Þorsteinn Kolbeins-
son var stórbóndi og bjó á Holtsstöðum í
Langadal. Árið 1325 bannfærði Laurentius
biskup Þorstein fyrir legorð með konu, sem
talin var honum of námægð, en leysti hann þó
litlu síðar fyrir milligöngu móður hans, frú
Guðrúnar Þorsteinsdóttur, sem áður hefur ver-
ið nefnd, og Benedikts bróður hans á Auð-