Saga - 1949, Side 41
37
þolað innrásir óhlutvandra manna í umdæmi
sitt.
Má nú af því, sem sagt hefur verið, marka,
að hlýleikar hafa litlir verið milli Benedikts
Kolbeinssonar og Jóns Guttormssonar. Og ef
það bætist svo við, sem góðar líkur eru til,
að Árni hirðstjóri Þórðarson hafi verið bróð-
ursonur Benedikts, þá verður það harla lík-
legt, að Benedikt hafi verið einn forustumanna
í aðförinni að Smið. sem vega lét Árna, víst
að undirlagi og fyrir róg Jóns. Benedikt á þá
náfrænda síns að hefna bæði á Smið og Jóni,
alveg eins og Þorsteinn Eyjólfsson á sennilega
að hefna námágs síns á þeim.
5. ORMUR SNORRASON.
Hann var sonur Snorra lögmanns Narfason-
ar og því bræðrungur Ketils hirðstjóra Þor-
lákssonar, sem var sonur Þorláks lögmanns
Narfasonar, eins og fyrr segir. Milli Orms og
Jóns skráveifu hafa því verið ættartengsl, með
því að Ketill átti Unu systur Jóns. Snorri lög-
niaður faðir Orms er talinn hafa haft lögsögu
norðan og vestan 1320.1) 1329 er hann sagður
hafa látið skera sundur véböndin utan af lög-
réttu,2) og árið eftir var lögsaga tekin af
honum,3) sennilega af því, að þetta hefur þótt
óhæfa og þingsafglöpun. Dáinn er hann sagður
133l.4) Orms Snorrasonar er fyrst getið 1344
í Gottskálksannál, og er hann þá sagður hafa
!) Isl. Annaler bls. 152, 204, 345, 395.
2) Isl. Annaler bls. 347, 395.
3) Isl. Annaler bls. 204, 345, 395.
4) Isl. Annaler bls. 347, 397.