Saga - 1949, Page 42
88
farið utan með Guðmundi bróður sínum.1) Ár-
ið eftir eru þeir sagðir koma út. 1359 segir
Gottskálksannáll Omi taka lögsögu.2) Var hann
lögmaður sunnan og austan og hefur víst ver-
ið það um hríð, til 1368 telur Jón Sigurðsson.3)
Hefur hann þá verið lögmaður, þegar hann
reið norður með Smið 1362. Það er víst ókunn-
ugt, hvað hann dró til þeirrar ferðar. Vera má,
að hirðstjóri hafi krafið hann ferðarinnar með
sér, og svo ef til vill vinátta við Jón Gutt-
ormsson. Annars er Ormur síðar riðinn við
mál, sem á sinni tíð hefur þótt ófagurt. Guð-
mundur sonur Orms og Eiríkur Guðmundar-
son, sem verið hefur bróðurson Orms og veg-
inn var 1388, fóru árið 1385 á jólum að Þórði
nokkrum Jónssyni og fönguðu hann. Var Þórð-
ur þessi síðan höggvinn eftir dómnefnu Orms
Snorrasonar. Síðan segir, að þeir Guðmundur
og Ormur hafi verið þröngdir „með mann-
gangi“ á þingi. Sögn þessi er einungis í Flat-
eyjarannál,4) en er þó vafalaust sönn. Þórður
þessi fékk nafnið „góði maður“ og hefur verið
talinn saklaus. Víg hans hefur mælzt illa fyrir,
og af því hefur stafað „,manngangur“ sá, er
gerður var að þeim feðgum á þingi. Það hefur
og þótt óhæfa in mesta að fara að manninum
í sjálfri jólahelginni og taka hann höndum.
Ormi hefur ef til vill bæði verið kennt um
þetta óhæfuverk og, að minnsta kosti, um inn
ranga dóm, að því er mönnum hefur fundizt.
1) Isl. Annaler bls. 353.
2) Isl. Annaler bls. 358.
3) Safn II. 63.
4) Isl. Annaler bls. 414.
J