Saga - 1949, Blaðsíða 43
39
Það má vera, að Ormur hafi farið með hirð-
stjórn í nokkrum hluta landsins eftir víg
Smiðs, en um það er þó alls ekkert kunnugt.
En það má telja mjög ósennilegt, að hann hafi
farið með nokkurt slíkt vald yfir Norðlend-
ingum eftir norðurför sína með Smið. Ormur
hefur orðið háaldraður maður. Er hann talinn
dáinn laust eftir 1400. Sjá annars um Orm
Snorrason Safn II. 63—64, 70, 633, og Sýslu-
mannaæfir II. 440—444.
6. GRUNDAR-HELGA.
Það fáa, sem telja má alveg áreiðanlegt um
þessa konu, er það, að hún bjó á Grund í
Eyjafirði, að bóndi hennar var Einar Eiríks-
son Sveinbjarnarsonar riddara í Vatnsfirði,
að sonur þeirra var Björn Jórsalafari, og loks',
að Einar Eiríksson drukknaði 1383, enda er
arfleiðsluskrá hans gerð 25. ágúst það ár.1)
Engin rök liggja til þess, að Einar og Helga
hafi ekki verið lögleg hjón allt til andláts
þess, er fyrr dó. Skilnaðarsök var þá engin
önnur en hórdómur, en allt er ósannað um
það, að því broti hafi verið til að dreifa. Hitt
er annað mál, að þau hafa átt annað bú í
Vatnsfirði, og að Einar hefur farið milli búa
sinna og ef til vill dvalizt á þeim á víxl, eins
og algengt hefur verið um auðuga höfðingja.
Það er ókunnugt, hvenær Helga er fædd eða
dáin. Hún er ekki nefnd í erfðaskrá Einars,
en það sannar auðvitað hvoi'ki frá né til um
það efni. Hefur lengi þótt óvíst um foreldra
1) Isl. Annaler bls. 365, 414, ísl. fornbr.safn III.
365—367.