Saga - 1949, Síða 44
40
Helgu eða jafnvel hverrar ættar hún var. Hér
kann þó einhverjum þykja vera of rnælt, því
að gögn séu enn til, er ráða megi af um ætt
hennar.
Það eitt, að Helga er húsfreyja á Grund, en
maður hennar sagður ekki vera heima, þegar
Smiður er þar veginn, réttlætir það ekki út af
fyrir sig, að þessi kona er hér gerð að um-
talsefni. því að það víg hefði getað orðið án
alls tilverknaðar af hennar hálfu. En arfsögn
eða munnmæli hafa tileinkað þessari konu
ríkan þátt í þessum atburði. Það sýnist því
ástæða til þess að athuga þessi munnmæli
eftir því sem unnt er. Árið 1507, er málin um
hjónaband Jóns Sigmundssonar og Bjargar Þor-
valdsdóttur stóðu yfir, segjast þeir Grímur Þor-
steinsson officialis í Holti. Bjöi'n Guðnason
og Sumarliði Halldórsson hafa heyrt vitnis-
burð Bergljótar Halldórsdóttur, sem þá hafi
verið 80 ára, heil að öllum vitsmunum, þess
efnis, að þau Einar Eiríksson og Grundar-
Helga, „sem Smið lét. taka af“. hafi átt Björn
(Jórsalafara) einan barna.1) Eftir þessu er
1) ísl. fornbrs. VIII. 196—197. Klemens Jónsson
(Grund í Eyjafirði, bls. 127—128) virðist engin deili
vita á Bergljótu, því aS hann sýnist jafnvel halda, að
hún liafi verið vinnukona einhvers staðar á Vest-
fjörSum. AS vísu gat vitnisburður hennar verið jafn
góður fyrir þvi, með því að minni hennar og heilindi
að viti mátti samt vera jafn gott og annarrar um-
komumeiri konu. En Borgljót þessi var mildllar ættar,
dóttir Halldórs Jónssonar og Oddfríðar Aradóttur Guð-
mundssonar, systur (líklega hálfsystur) Guðmundar
Arasonar ríka á Reykhólum. Hefur Halldór faðir Berg-
ljótar verið allmikill jarðeigandi og í stórbændatölu.