Saga - 1949, Page 46
42
Jórsalafara eða Kristínu dóttur hans. Kristín
giftist fyrra manni sínum, Jóni Guttormssyni,
bróður Lofts ríka, árið 13921), og er hún því
líklega fædd laust eftir 1370. Hefur hún því
sennilega verið á líkum aldri og Guðrún Sig-
mundardóttir áðurnefnd. Kristín hefur munað
afa sinn, Einar Eiríksson, og sennilega líka
ömmu sína, Grundar-Helgu. Sögnin um at-
beina Helgu að vígi Smiðs Andréssonar virð-
ist því hafa gengið meðal niðja Einars Eiríks-
sonar og Grundar-Helga síðan nokkru fyrir
1400. Hefur vafalaust engin ófremd þótt að
því, að Grundar-Helga, ættmóðirin, var bendl-
uð við það stórvirki, heldur hefur það verið
talinn vottur um skörungsskap hennar og jafn-
vel héraðs- eða ættjarðarást. Hitt er annað
mál, að arfsögnin kann að gera of mikið úr
hlutdeild Helgu í vígi Smiðs.
Guðbrandur biskup, sem var sjötti .maður
frá Grundar-Helgu, tekur sögnina auðsjáan-
lega trúanlega, því að hann segir,2) að á
Grund í Eyjafirði hafi búið mektarkona. sem
kölluð hafi verið Grundar-Helga. Svo bætir
hann við: trÞaÖ var sú, er lét drepa Smi8“.
Guðbrandur biskup hefur því hvorki borið
brigður á orðróminn né heldur hefur honum
þótt það nokkur lýti á þessari formóður sinni,
þó að hún hefði staðið í þessum mannráðum.3)
1) ísl. Annalor, bls. 419 (Flateyjarannáll).
2) Morðbr. bækbl. bls. 16.
3) Guðbrandur biskup var kominn af Grundar-
Helgu þannig: Helga — Bjöm Jórsalafari — Vatns-
fjarðar-Ivristín — Solveig Þorleifsdóttir — Jón Sig-
mundsson -— Helga — Guðbrandur.
J