Saga - 1949, Page 47
43
Guðbrandur ritaði bæklinginn 1592, og er þá
sögnin um hlutdeild Grundar-Helgu í vígi
Smiðs sennilega alkunn og hefur reyndar sjálf-
sagt verið það lengi áður. Arngrímur prestur
lærði tekur sögnina upp, er hann segir Smið
hafa verið veginn að tilhlutun hefðarkonu
nokkurrar að Grund í Eyjafirði, ásamt nokkr-
um mönnum sínum.1) Segir Arngrímur ekki
gerr frá þessum atburði. Sira Jón Egilsson
getur og Grundarbardaga.2) Segir hann um-
boðsmann frá Bessastöðum hafa riðið norður
í land og gert miklar óspektir bæði í kvenna
legorðum og fjárupptektum. Hafi hann komið
að Grund, þar sem búið hafi „ein hústrú og
ekkja“. Um kvöldið, þá er háttað hafi verið,
hafi hún boðið honum þrjú boð fyrir sig og
sína, en hann ekki viljað þiggja. Hafi hún þá
boðið mönnum sínum að „slá“ þá. Sira Jón
segir síðan nokkuð frá vörn Smiðs og bætir
því við, að höggin megi enn sjá í bitum og
stöfum á Grund. Sira Jón hefur heyrt, að
Helga, og hún ein, hafi látið ráða Smið af
dögum, því að ekki getur orkað tvímælis, að
frásögn hans á við Grundarbardaga.
Sira Jón Halldórsson segir rúmum 200 árum
síðar miklu gerr frá atbeina Helgu að vígi
Smiðs.3) Þá hefur sögnin tekið á sig fullkom-
inn þjóðsagnablæ. Smiður leitar samfara við
Helgu og stúlkur hennar sér til handa og
mönnum sínum, hún veitir þeim, svo að þeir
verða ölvaðir, lætur snúa um brókarskálmum
1) Crymogæa Liber III., bls. 131 (r: 231).
2) Safn. I. 39.
3) Safn. II. 629—630.