Saga - 1949, Page 48
44
þeirra, svo að þeim verði ógreiðara að komast
í þær, safnar mönnum til aðfarar að Smið,
sem að lokum hleypur upp á bita í skálanum.
Höfuð er loks höggvið af Smið, en svo óheppi-
lega tekst til, að það hrekkur niður í mjólkur-
trog húsfreyjunnar. Hún vill þó ekki láta hella
niður mjólkinni, heldur skipar að hella henni
saman við aðra mjólk og gera graut úr öllu
saman. Er hér þjóðsaga á ferðinni, sem líklega
hefur myndazt á 16. eða 17. öld. Er því lítil
ástæða til þess að leiða ályktanir um nízku
Grundar-Helgu af sögn þessari, eins og Klem-
ens, sá mikilhæfi fræðimaður, Jónsson virðist
gera.1) Finnur biskup eignar Helgu aðförina
að Smið og segir söguna um hvílubragðakröfu
hans við hana og stúlkur hennar og öldrykkju
þeirra Smiðs.2) Jón Espólín3 4) tekur sögnina
svo sem alveg eftir sira Jóni Halldórssyni.
Bogi Benediktsson1) hefur ekki tekið annað úr
sögninni, en að Smiður hafi stokkið upp á
skálabitann, og hafi hann gert það í undan-
komu skyni, en þá hafi höfuð verið höggvið
af honum, og svo segir Bogi mjólkursöguna,
en virðist ekki leggja meira en svo trúnað á
hana.
Það sýnist líklegt, að niðjar Grundar-Helgu
hafi þegar um og eftir 1400 gert töluvert meira
úr hlutdeild Grundar-Helgu í vígi Smiðs en
efni stóðu til. Má hafa' til marks um það, að
samtíða eða svo að segja samtíða annálaritarar
1) Grund í Eyjafiröi bls. 117.
2) Hist. eccl. I. 427-428.
3) Árbækur I. 93.
4) Sýslum.æfir I. 451.
J