Saga - 1949, Page 51
47
merki, að synir Þórðar kakala hafi fengið svo
mikið sem eina þúfu í þeirri jörð. Og þótt sá
Jón bóndi, sem nefndur er í Auðunar máldaga
Grundar1) og sagður er hafa gefið kirkjunni
2 hundruð „eftir Þórð bróður sinn“ kynni að
hafa verið Jón kárín Þórðarson kakala, þá væri
það engin sönnun fyrir því, að annar hvor
þeirra bræðra eða báðir hafi búið á Grund og
því síður fyrir eignarrétti þeirra að þeirri
jörð, eins og sumir hyggja.2) f sögn máldag-
ans þarf ekki að felast meira en það, að Jón
þessi hefði gefið Grundarkirkju 2 hundruð til
legs Þórði bróður sínum. Steinn Dofri3) hygg-
ur. að Jón bóndi þessi hafi verið sonur Bjarn-
ar Loftssonar Hálfdanarsonar og Steinvarar
á Keldum. Hann getur vel verið fæddur nokkru
fyrir 1300 og má vel vera nefndur ,,bóndi“ í
niáldaganum. ,,Bóndi“ var virðingarheiti valds-
manna og kyngóðra stórbænda um þessar
inundir og lengi síðan. En svo er langt frá
því að víst sé, að þessi sögn máldagans sé frá
því 1318, sem Auðunarmáldagi er talinn til.
Hún stendur rétt síðast í máldaganum, næst
a undan sögninni um gjöf „Valgerðar“ til
Grundarkirkju, og sýnist vera líkleg til þess
að vera viðauki síðara biskups, enda var títt,
að biskupar bættu við máldaga kirkna skýrslu
Urn gjafir. sem kirkju hafði áskotnazt eftir að
biskup hafði í öndverðu skráð máldaga hennar.
Sögnin um gjöf Jóns bónda má því vel vera í
uiáldagann komin eftir að hann var orðinn
!) ísl. fbrs. II, 453.
2> Kl. J.: Grund bls. 100—105.
3) Blanda VI. 379.