Saga - 1949, Blaðsíða 52
48
roskinn valdsmaður eða mektarbóndi á Grund.
Sennilegt er og, að hann sé sá ,,Jón lögmann“,
sem í rekaskrá Grundar1) getur, og að sú skrá
sé allmiklu yngri en í fornbréfasafni III. 3
er talið. Hún er þar sett til c. 1285, sem kemur
af því, að Jón þessi lögmaður er haldinn vera
Jón Einarsson (lögmaður 1277—1294). En
engin stafkrókur finnst til þess, að hann hafi
á þeim árum átt Grund eða haft nokkur af-
skipti af þeirri jörð. Er naumast öðrum til að
dreifa en Jóni þeim, sem í Grundarmáldaga
getur og sýnist hafa verið sonur Bjarnar Lofts-
sonar á Grund.
Eins og áður var sagt, var Ingileif, sem
sjálfsagt hefur verið kona Jóns Hákonarsonar
í Víðidalstungu. talin í Vatnshyrnu Árnadótt-
ir, Þórðarsonar, Kolbeinssonar Þórðarsonar
kakala. Jón Hákonarson hefur átt hálfa Grund
í Eyjafirði, og selur hann hálflendu þessa Hall-
dóri presti Loftssyni árið 1395.2) Hafa menn
svo haldið, að hálflendu þessa hafi Jón þá
fengið með konu sinni, Ingileifu, sem hafi erft
hana eftir föður sinn, og hafi hálflendan þann-
ig gengið í erfð meðal niðja Þórðar kakala í
ættlínu Ingileifar. En Grundareign Jóns fyrir
kvonfang þetta strandar á því, að synir Þórðar
kakala hafa aldrei erft Grund. Hitt er auð-
vitað hugsanlegt, að eigandi Grundar úr ætt-
línu Steinvarar Sighvatsdóttur hefði gefið Ingi-
leifu frændkonu sinni hálflenduna til giftingar,
enda var það ekki ótítt, að ríkir menn gæfu
frændkonum sínum eða frændum fé til gift-
1) ísl. fbrs. III. 3—4.
2) ísl. fbrs. III. 632—634.