Saga - 1949, Page 53
49
ingar eða kvonfangs, ef ráðahagur þótti eftir-
sóknarverður. En litlar líkur eru til þess, að
eigandi Grundar hafi þá farið að hluta sundur
slíka eign sína sem Grund var, og engin heim-
ild finnst nú um slíka ráðstöfun. En jafnvel
þótt Ingileif hefði erft eða eignazt hálflendu
Grundar með öðrum hætti, þá væri það ekki
nægileg skýring á eignarrétti Jóns bónda henn-
ar að hálflendunni. Hún hefði þá orðið eign
Ingileifar, en ekki Jóns. Og jafnvel þótt helm-
ingafélag hefði verið með Jóni og Ingileifu,
sem alveg er ókunnugt um, þá hefði Jón ekki
niátt selja hálflenduna, nema Ingileif sam-
þykkti söluna, réttarbót 14. júní 1314, 21. gr.,
ef hún var þá lífs, en ekki án umboðs erfingja
hennar, ef hún var önduð. En ekki er skír-
skotað í kaupbréfinu til nokkurs slíks sam-
þykkis eða umboðs, heldur selur Jón hálflend-
una svo sem „hann varö fremst eigandi a8“.
Kaupbréf þeirra Jóns og Halldórs prests bend-
ir til þess, að Grundarhálflendan hafi verið
hrein og óskoruð eign Jóns, og verður þá nær
víst, að hann hefur fengið hana fyrir erfö,
en eigi með öðrum hætti. Frá föður sínum
eða föðurföður hefur hann ekki getað erft
hana, því að hvorki hefur Gizur galli né kona
hans, Járngerður Þórðardóttir úr Bæ, né Há-
kon sonur hans verið eigandi Grundar. Jón
hefur því hlotið að erfa Grund eftir móöur
sína. En hver var þá kona Hákonar Gizurar-
sonar og móðir Jóns?
I Flateyjarannál1) er árið 1392 getið and-
iáts „Margrétar Jónsdóttur“. Þessi kona hlýtur
1) Isl. Annaler bls. 420.
Saga . 4