Saga - 1949, Page 54
50
að hafa verið göfugrar ættar og sennilega mjög
nákomin Jóni Hákonarsyni, sem rita lét ann-
álinn. Steinn Dofri1) hyggur konu þessa hafa
verið dóttur Jóns (Björnssonar) á Grund og
konu Hákonar Gizurarsonar, en móður Jóns
Hákonarsonar. Með þessum hætti fæst full-
nægjandi skýring á Grundareign Jóns Hákon-
arsonar. Hann hefur erft hálflendu Grundar
eftir móður sína. Margrét hefur, eins og síðar
verður vikið að í sambandi við Grundar-Helgu,
verið dóttir Valgerðar Þórðardóttur Hallssonar
af Möðruvöllum og Guönýjar Helgadóttur
Loftssonar og Ásbjargar Þorláksdóttur, systur
Staða-Árna biskups. Dóttir þeirra Hákonar
Gizurarsonar og Margrétar hefur verið GuSný
(fyrri) kona Árna Einarssonar prests Hafliða-
sonar. Sonur þeirra var Þorleifur Árnason í
Vatnsfirði, maður Vatnsfjarðar-Kristínar.
Dóttir Þorleifs ein var GuSný, kona Eiríks
Loftssonar ríka. GuSnýjar-nafnið ber enn dótt-
ir Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helga-
dóttur, Guðný kona Gríms lögmanns Jónssonar
á Ökrum. Hefur hún víst heitið eftir Guðnýju
Hákonardóttur,2) langömmu föður síns, enda
1) Blanda VI. 279.
2) Gizur galli hefur átt tvo sonu, Magnús, sem feng-
ið hefur Víðidalstungu, og Hákon, sem fengið hefur
AuSunarstaði (sbr. Isl. fbrs. III. 538). Arni Einarsson
hefur því ekki fengið VíSidalstungu eða hluta af henni,
þó að hann ætti Guðnýju dóttur Hákonar. En 1385
selur Magnús Gizurarson og Ragnlieiður kona hans
Jóni Hákonarsyni Víðidalstungu fyrir Auðunarstaði
m. fl. (ísl. fbrs. III. 282—384). Þar með kemst Tunga
í ættlínu Jóns Hákonarsonar, en hélzt þar skamma hríð.
Jón á tvö börn, Helga og Guðnýju. Holgi fær Tungu,