Saga - 1949, Page 57
53
einu, með nýlegri hendi, af Hirðstjóraannál
sira Jóns Halldórssonar.1) Ef sögn þessi væri
rétt, þá bendir hún ekki til þess, að Smiður
hafi verið Oddaverji eða að hann hafi verið
veginn að óvilja Grundar-Helgu. — Gunnar
þessi í Auðbrekku er annars alveg óþekkt-
ur maður, en það sannar vitanlega ekki, að
hann hafi ekki getað verið til. Vegna sagnar
þessarar er því ástæða til þess að grennslast
eftir eigendum Auðbrekku um þann tíma. sem
hér skiptir máli.
I bréfi einu, ódagsettu og óársettu, er skjal-
fest sala Eiríks fsleifssonar, með samþykki
konu sinnar, Halldóru Guðmundardóttur, á
Auðbrekku í Hörgárdal til Ólafs bónda Vigfús-
sonar.2) Eyjólfur Arnfinnsson er þar einn
kaupvotta. og hafa menn af þeirri ástæðu talið
bréfið frá 1420—1440. En bréfið er miklu
eldra, eins og sjá má af því, er brátt verður
sagt. Eyjólfur Amfinnsson þessi er sýnilega
ekki Eyjólfur Arnfinnsson, sonarsonur Þor-
steins lögmanns Eyjólfssonar, heldur Eyjólfur
faöir Þorsteins. Og þá er bréfið naumast yngra
en frá miðbiki 13. aldar.3) Síðan hefur jörðin
gengið að erfðum til Jóns sonar Ólafs Vigfús-
sonar, og selur Jón hana aftur Gunnari Pét-
’urssyni 14. marz 1375.4) Áður en Gunnar Pét-
ursson eignast Auðbrekku hefur hún verið í
eign Eiríks fsleifssonar, Ólafs Vigfússonar og
Jóns Ólafssonar. Einhver þessara þriggja
1) Safn II. 629 nmgr.
2) ísl. fbrs. IV. 435—436.
3) Sbr. Blöndu VI, 386 nmgr.
4) ísl. fbrs. III. 294—296.