Saga - 1949, Page 58
54
manna, líklegast Ólafur Vigfússon, hefur átt
Auðbrekku um þær mundir, sem Smiður var
veginn. Enginn Gunnar hefur þá (1362) átt
Auðbrekku eða búið þar. Hins vegar mætti
vera, að Gunnar Pétursson hafi verið síðar
kenndur við Auðbrekku, því að hann bjó þar
að minnsta kosti eftir 1375 milli 20 og 30 ár.1)
Gunnar hefur sennilega verið bróðir Ólafs
Péturssonar Halldórssonar lögmanns, er hér
kemur síðar við sögu, og má vel vera, að
Gunnar hafi staðið framarlega í aðför að Smið,
og að einhver sögn hafi geymzt um það. En
hann hefur hvorki verið bróðir Grundar-Helgu
né sonur nokkurs Bjarnar Þorvaldssonar í Auð-
brekku, þó að sá Björn eða Þorvaldur faðir
hans hefðu verið til og átt eða búið í Auð-
brekku. Sögnin þessi hefur því við lítið að
styðjast og að minnsta kosti veitir hún engar
bendingar um foreldri Grundar-Helgu.
Steinn Dofri taldi ættfærslu Helgu til
„Bjarnar Þorvaldssonar" ranga, enda sýnist
það nú ljóst, að Auðbrekka muni ekki hafa
verið í ætt Helgu, heldur allt annarra manna,
á fyrra hluta 14. aldar. í fyrstu taldi Steinn
Dofri Helgu hafa verið dóttur Bjarnar Lofts-
sonar Sighvatssonar á Grund, en hefur síðan
horfið frá þeirri ættfærslu og hyggur nú,2) að
hún hafi verið dóttir Jóns bónda (Björnsson-
ar), sem í áðurnefndum Grundarmáldaga getur.
Ef Helga hefði verið dóttir Bjarnar Lofts-
sonar, þá gæti hún ekki verið fædd síðar en
1) ísl. fbrs. III. 531.
2) Blanda VI. 379.