Saga - 1949, Page 60
56
firði, og að hún hafi verið skörungur mikill,
sem hafi viljað, eins og eyfirzkir höfðingjar,
reka af sér Smið og menn hans, sem ætluðu,
samkvæmt orðrómi þar í sveit. að „taka gilcL-
ustu bændur fyrir norðan undir sverð“, svo
sem Skálholtsbrotið segir. Það hefur verið jafnt
áhugamál kvenna sem karla að ráða niður-
lögum Smiðs og manna hans. Það hefur í
þeirra augum verið nauðvarnarráðstöfun. Og
auk þess hafa víst sumir þeir, sem að vígi
Smiðs og Jóns Guttormssonar voru, átt hefnda
að leita á þeim fyrir aftöku Árna Þórðarsonar.
En hver var móðir Grundar-Helgu ? Næst
eftir sögn Grundar-máldaga áðurnefnds um
gjöf „Jóns bónda“ til kirkjunnar og í lok hans
stendur, að ,,Valgerður“ hafi gefið kirkjunni
„ce metaskálar góðar með metum“. Miklar lík-
ur sýnast vera til þess, að Jón sé kirkjuhald-
arinn og Valgerður kona hans. „Valgerðwr
Þórðardóttir“ er í Flateyjarannál sögð dáin
1347.1) Hefur hún verið ættgöfug kona og ná-
komin Jóni Hákonarsyni í Víðidalstungu. Telur
Steinn Dofri. að hvor tveggja sé sama konan.
Sé hún dóttir herra Þórðar Hallssonar af
Möðruvöllum og Guðnýjar Helgadóttur (Sjá
bls. 50 að framan), kona Jóns á Grund og
móðir Grundar-Helgu og Margrétar konu Há-
konar Gizurarsonar. Hafi Helga erft aðra hálf-
lendu Grundar, en Margrét hina, eins og að
var vikið. Ef ættfærsla þessi er réttj þá er
Grundar-Helga einnig komin af Jóni Loftssyni
í Odda um Solveigu dóttur hans, konu Guð-
mundar gríss á Þingvelli Ámundasonar, því
J
1) Isl. Annaler bls. 403.