Saga - 1949, Síða 62
58
ári lætur hann Gyrð biskup og fleiri fara utan
og farast. Þessir atburðir gerast báðir árið
1360 eftir Skálholtsbrotinu og Gottskálks-
annál,1) en 1361 eftir Lögmannsannál og Flat-
eyjarannál.2) Sýnist vafalaust, að Skálholts-
annáll er hér 4 eða 5 árum á undan, eftir því,
hvort miðað er við árið 1360 eða 1361. Má því
efalaust gera ráð fyrir því, að Smiður hafi
hingað komið einungis einu sinni með konungs-
vald, ekki 1356, heldur síðar, 1360 eða 1361,
allt eftir því, hvorum tveggja hinna annál-
anna er fylgt.
Skálholtsbrotið og Gottskálksannáll segja, að
Smiður hafi komið út með hirðstjórn yfir allt
land 1360. Lögmannsannáll og Flateyjarannáll
segja hann kominn út árið 1361 með hirðstjórn
yfir allt land, en bæta því við, að hann hafi leigt
land allt með sköttum og skyldum um þrjú ár
og haft út mörg kongsbréf. Mun naumast vafi
á því, að ársetning Lögmannsannáls og Flat-
eyjarannáls sé rétt, en hinna röng. Lög-
mannsannáll færir einmitt til ársins 1361 upp-
haf deilu eyfirzku prestanna og Jóns biskups
skalla, sem sjálfur höfundur annálsins, sira
Einar Hafliðason, var svo mikið riðinn við og
mátti því.bezt vita árið, sem deilan byrjaði.
Hann hefur sennilega haldið annálnum fram
á þessu tímabili frá ári til árs, og er miklu
síður ástæða til þess að ætla, að ártalsskekkja
hafi orðið hjá honum en riturum Skálholts-
brotsins og Gottskálksannáls. Mun nú og al-
mennt talið, að Smiður hafi komið út 1361,
1) Isl. Annaler bls. 225, 358.
2) Isl. Annaler bls. 278, 407—408.