Saga - 1949, Side 64
60
oft sektir að tilteknu marki, en hærri sektir
gengu í sjóð konungs eða leigutaka (léns-
manns). Og sjálfsagt hafa lénsmenn ekki feng-
ið fasteignir, er brotamenn höfðu fyrirgert.
Nú er ókunnugt um leigumála þá, sem gerðir
voru við leigutaka á íslandi um þessar mundir.
Kostnaður nokkur hefur lagzt á tekjur þær,
sem heimtust. Sennilega hefur Smiður, sem
var, eins og síðar verður sýnt, erlendur maður,
haft bústað á Bessastöðum, en hann hefur að
þeirrar tíðar hætti haft sveinahald nokkurt og
það hefur bakað kostnað eigi alllítinn. Um
skattheimtu Smiðs það ár, sem hann lifði hér,
eru engar sagnir. En auðsætt er, að leigutakar
gátu skaðazt á slíkum leigumála, einkum ef
hart var í ári, því að þá féll oft fénaður
manna, svo að ýmsir hafa komizt úr skatti,
sem áður áttu að gjalda, og gjald varð treg-
legar greitt af hinum, sem gjalda áttu.
Ekkert segir um það, hvað í konungsbréfum
þeim inum mörgu, sem Smiður er sagður hafa
haft meðferðis, hefur staðið. Þau eru ekki til,
og yfirhöfuð kemur Smiður ekki við neitt bréfa
þeirra hér á landi frá þessum tíma, sem nú
eru til, eins og áður getur.
Skálholtsbrotið og Gottskálksannáll segja
Smið hafa komið út í Grindavík. Hinir annál-
arnir geta útkomustaðarins ekki. Hefur Smiður
sennilega þegar farið þaðan til Bessastaða og
sezt þar að. Að vorinu hefur hann auðvitað
komið, líklega fyrir alþingi, þótt ekki verði
það sagt með vissu. Sjálfsagt hafa ýmsir höfð-
ingjanna viljað vingast við inn volduga mann.
Fyrstir til þess að leita vináttu slíkra manna