Saga - 1949, Síða 65
61
verða alla jafna þeir höfðingjar, sem í deilum
eiga við aðra höfðingja, því að þeir telja sér
vináttu inna voldugri nauðsynlegasta. Árni
Þórðarson og Jón Guttormsson hafa þá verið
orðnir svarnir óvinir, og var því við búið, að
þeir vildu vinna vináttu Smiðs. Flateyjarannáll
segir, að þeir Smiður og Árni hafi fundizt árið
1361.x) Sennilegt er, að Árni hafi, þegar er
hann vissi Smið kominn út, riðið á fund hans.
Árni hefur ef til vill búið næst þeim vettvangi
þeirra fj órmenninganna og því átt þess kost
að ná fyrstur fundi hans. Segir annállinn, að
þeir hafi bundið „sína vináttu með fastmælum“.
í þessu felst auðvitað ekki, að þeir hafi verið
nokkuð ósáttir fyrir. Þeir hafa sennilega ekki
þekkzt áður. Menn geta skiljanlega heitið hvor
öðrum vináttu, þó að engin sáttargerð hafi
áður farið fram milli þeirra eða þurft að fara
fram. Árni hefur að líkindum mælt til vináttu
°g fylgis við Smið, og Smiður hefur tekið því
vel. Það mátti og verða Smið til hagræðis, ef
hann aflaði sér vinfengis höfðingja slíks sem
Árna Þórðarsonar, og því var ekkert óeðlilegt
eða óvenjulegt í því, að þeir byndi vináttu með
sér ,með fastmælum, sem vitanlega merkir ekki
það, að þeir hafi svarið hvor öðrum vinfengi,
heldur einungis lofað hvor öðrum vináttu
ákveðið og fortakslaust.
Því næst segir Flateyjarannáll: „Varð Jón
Guttormsson lögmaður skráveifa“. Gerðist þetta
°S 1361. Eins og áður er bent á, eru engar
líkur til þess, að Jón hafi verið kjörinn lög-
1) Isl. Annaler bls. 408.