Saga - 1949, Page 66
62
maður á alþingi þetta ár. Verður að ætla, að
hann hafi, þegar er hann mátti því við koma,
sótt á fund Smiðs. Hefur Jón skýrt Smið frá
aftöku Markúsar barkaðar, er Árni hafði látið
taka af lífi eftir dómi árinu áður, eins og sagt
hefur verið, og borið þar Árna illa söguna,
eins og vænta mátti. Hefur skýrsla Jóns um
þetta verið mjög einhliða og hlutdræg. En
Smiður hefur ekki þekkt til máls þessa og því
trúað Jóni. Þetta sýnist vera alveg auðsætt,
enda segir Flateyjarannáll, að Smiður hafi gef-
ið Árna „Barkaðarmál" að sök, er sagt er frá
vígi Árna. Svo má því nærri geta, að Jón hefur
ekki borið Norðlendingum sem bezt söguna.
Brottrekstur Jóns úr Húnavatnsþingi árinu
áður hefur orðið í sögu Jóns ofbeldisfull and-
staða við löglegt yfirvald, æðsta umboðsmann
konungsvaldsins á fslandi. Það hefur að von-
um verkað á Smið, því að nú var hann í sömu
sporum. umboðsmaður konungsvaldsins, sem
hann hefur talið Jón hafa verið, er Norðlend-
ingar hröktu hann úr Húnavatnsþingi. Og
Smiður hefur hugsað sér að klekkja á forystu-
niönnum Norðlendinga fyrir þetta athæfi og
kenna þeim hlýðni við konungsvaldið. Jón hef-
nr því sjálfsagt talið sig hafa komið ár sinni
allvel fyrir borð, er hann mátti telja líklega
hefnd bæði á fjandmanni sínum Árna Þórðar-
syni og forustumönnum Norðlendinga. Hefur
Smiður nú líklega talið Árna Þórðarson hafa
skýrt rangt frá málavöxtum um Barkaðarmál
eða dulið mikils verð atriði um þau skipti.
Lögmannsannáll og Flateyjarannáll segja frá
Því, áður en sagt er frá útkomu Smiðs, að