Saga - 1949, Síða 67
63
menn Árna Þórðarsonar og Jóns Guttorms-
sonar hafi barizt á alþingi.1) Eftir atburðaröð
frásagnanna mætti ætla, að Smiður hafi þá
ekki verið kominn út, og að hann hefði því
ekki verið á alþingi. Svo má og vera, þó að
líklegt sé, að hirðstjórinn hafi lagt kapp á að
komast til landsins fyrir alþingi. En ef svo
hefur verið, að Smiður hafi ekki verið á al-
þingi þessu sinni. þá var því fremur ástæða
fyrir hvorn þessara fjandmanna að ná fundi
hans sem fyrst, því að auk annarra saka, er
þeir hafa borið hvor annan, mátti nú bæta við
sök um alvarlegt friðbrot, sem hvor má hafa
borið á annan. Þessi atburður, bardagi á al-
þingi, var mjög annálsverður og sjaldgæfur.
Samkvæmt Jónsbók, Þingfararbálki 5, skyldi
sá. er gekk á þinggrið og vó mann eða veitti
lemstrarsár, hafa fyrirgert fé og friði og
aídrei í land aftur koma. Réttur manna skyldi
og aukast að helmingi, ef þeir voru særðir á
alþingi, en konungi skyldi gjalda 13 merkur.
Að sögn Flateyjarannáls voru tveir af mönn-
um Árna, að því er virðist, mikið særðir, og
sá þriðji nokkuð. Nú er það ókunnugt, hvor
eða hvorra menn hafa átt upptök bardagans,
en sennilegast hefur hvor kennt hinum. Hafa
þeir hér haft ákæruefni hvor á annan. En
Jón skráveifa hafði tvisvar sinnum áður verið
dæ.mdur á konungs miskunn fyrir einhver ill-
virki. og má því gruna hann.um upptök frið-
rofsins á alþingi 1361 fremur en Árna. Þess
er ekki getið. að menn Jóns hafi særzt, og má
1) Isl. Annaler bls. 278, 407.