Saga - 1949, Page 68
64
ef til vill af því ætla, að menn hans hafi hafið
árásina, en menn Árna hafi átt hendur sínar
að verja. En úr þessu verður auðvitað ekki
skorið með þeim gögnum, sem nú eru til.
Við þessi mál, sem Smiður hefur ætlað sér
að skipta sér af, bættist missætti Jóns biskups
skalla og presta norðan Öxnadalsheiðar, sem
áður er minnzt. Haustið 1361 höfðu þeir kraf-
ið biskup skilríkja um biskupstign sína, en
hann ekki svarað þeim. Þá segja þeir honum
upp hlýðni og gera Þorstein prest Hallsson
officialis sinn. Biskup tekur af þeim messu-
embætti og kallar þá í banni. Skeyta þeir þessu
engu, en taka vín úr Silfrastaða kirkju til af-
nota í umdæmi Þorsteins prests. Höfðingjar
og stórbændur þar nyrðra hafa vafalítið staðið
með prestum, eins og fyrr var getið. Biskupi
hefur verið varnað yfirreiðar, kirkjur norðan
Öxnadalsheiðar hafa verið honum lokaðar og
eignir Hólakirkju undan forræði hans teknar.
Biskupsdæmið var raunverulega hlutað í tvennt
í bili. Biskupsvald hans var að engu haft, með
því að ákvörðunum biskups var að engu sinnt.
Hann hefur því verið í miklum vanda staddur.
Nú var til landsins kominn með valdi konungs
landi hans, Smiður, sem líka hefur verið af
norskum aðli. Þar mátti aðstoðar vænta. Mót-
þrói presta hefst eftir Katrínarmessu (25.
nóvember) 1361. Þá er kominn vetur, og ef
til vill ekki greitt um ferðalög milli Suður og
Norðurlands. En hvernig sem um það hefur
verið, þá skiptir Smiður sér ekki, svo að kunn-
ugt sé, af málum kennilýðsins í Norðlendinga-
fjórðungi fyrr en á næsta ári. Fyrra hluta
aprílmánaðar hefur Smiður tekið sér ferð á
J