Saga - 1949, Síða 70
66
Lögmannsannáll segir: „Item lét Smiðr af slá
Áma Þórðarson fyrir alþingi“. Gottskálks ann-
áll: „Drepinn Árni Þórðarson næsta dag eftir
Botolfi abbatis“. Flateyjarannáll segir, að
Smiður hafi látið „höggva“ Árna í Lambey.
Skálholtsbrotið og Lögmannsannáll fara ekki
fleiri orðum um víg Árna, en Gottskálksannáll
og Flateyjarannáll segja nokkru gerr frá þess-
um atburði. Eftir Gottskálksannál, Skálholts-
brotinu og Lögmannsannál mætti helzt ætla,
að Smiður hefði alls ekki látið nokkurn dóm
ganga um sök Árna, enda er þess alls eigi
getið, hvað honum hafi verið gefið að sök. Flat-
eyjarannáll segir hins vegar svo, að Smiður
hafi „fangað“ Árna og gefið honum að sök
„Barkaðar mál“ og látið höggva hann „í Lamb-
ey“. Sögn Flateyjarannáls virðist gefa í skyn,
að Smiður hafi látið einhvern dóm ganga um
mál Árna. Til þess bendir sögnin um „föngun“
hans og aftökuna „í Lambey“. Lambey í Þverá
í Fljótshlíð er alkunnur þingstaður, og liggur
því nærri að halda, að Smiður hafi látið færa
Árna þangað fanginn og látið þar ganga dóm
um málið. Hvort sem Árni hefur búið í þeim
hreppum, sem þangað áttu þingsókn eða ekki,
þá gat verið eðlilegt. að Smiður léti færa hann
þangað, því að þar mátti mönnum vera kunn-
ugast um Barkaðarmál. Líklegt er þó, að mönn-
um þar austur, sem kunnugt var um illvirki
Markúsar, hefði verið óljúft að dæma Árna
til dauða fyrir aftöku Markúsar, en bæði mega
þeir hafa verið kúgaðir til þess, og svo má
líka vera, að Árni hafi ekki heldur verið vin-
sæll. Gagnaskortur veldur því, að ekki verður
úr þessum atriðum skorið með vissu.