Saga - 1949, Page 71
67
Ef Smiður hefur ekki látið dóm ganga um
mál Árna, þá hafa aðgerðir hans auðvitað ver-
ið gersamlega löglausar. En þótt hann hafi
látið dóm ganga, þá hefur aftaka Árna samt
verið löglaus. Illvirki Markúsar hafa verið
þannig vaxin, að dauðadómur um hann hefur
verið lögum samkvæmur, eins og bent hefur
verið á. Það gat því ekki verið dauðasök að
láta taka Markús af lífi. Dauðadómur um Árna
hefur því ekki verið réttur. Nú segja bæði
Gottskálksannáll og Flateyjarannáll, að Árni
hafi boðið öll þeirra mál fram til konungs og
jafnvel þótt Smiður vildi hafa hann í fangelsi,
þar til málin lykjust. Dómur hefur annað hvort
verið nefndur af lögmanni eða þeim, er sýslu-
vald hafði í Rangárþingi. Lögmaður sunnan
og austan hefur þá verið Ormur Snorrason.1)
Ef hann hefur nefnt dóminn og samþykkt, þá
átti Árni heimtingu á því, að dómurinn væri
undir konung borinn samkvæmt Jónsbók Þing-
fararbálki 9. kap. Og ef sýslumaður hefur
nefnt dóm og samþykkt, þá gat réttur Árna
ekki verið minni. Árni sýnist því hvort sem
var, hafa átt fullan rétt á því. að bera slíkan
dóm undir æðri dómara, konung og beztu
Wenn, eftir áðurnefndu ákvæði Jónsbókar. Lík-
legt er, að Ormur Snorrason hafi ekki við
þetta mál komið, því að vandséð er, að honum
hefði þá verið gefin grið á Grundarfundi, jafn-
vel þótt hann kæmist að kirkjudyrunum. Bæði
Gottskálksannáll og Flateyjarannáll segja, að
Smiður hafi með engu móti viljað þiggja boð
Árna um lagningu málanna fyrir konung, og
1) Safn. II. 63.