Saga - 1949, Page 72
68
léti því þegar höggva hann. Satt að segja, þá
anundi nú sagt, að Smiður hefði framið „rétt-
armorð“ á Árna. Má því nærri geta, að venzla-
mönnum Árna hefi sollið móður, er víg hans
spurðist með þeim hætti, sem orðinn var, og
hafi hugað á hefnd eftir hann, enda þótt
hefndir væru þá að nafni til af numdar í lög-
um. Og dagur hefndarinnar lét ekki lengi bíða
sín.
Flateyjarannáll segir, að innan mánaðar
eftir aftökuna hafi lík Árna verið fært til
Skálholts og grafið þar í kirkjugarði. Víg Árna
varð að tali Gottskálksannáls næsta dag eftir
Bótólfsmessu (17. júní), eða 18. júní. Flat-
eyjarannáll segir Árna veginn „frjádag næsta
fyrir Jónsmessu baptistæ (24. júní), sem 1362
verður 17. júní. Árni hefur því verið veginn
17. eða 18. júní 1362.1)
Frændur Árna, sem verið hafa auðugir og
stórlátir, hafa að sjálfsögðu viljað fá honum
virðulegan legstað. Og enginn var virðulegri
á landi hér en að Skálholti. Þeir hafa hins
vegar verið í Norðurlandi, eftir því sem ætla
má, nema ef hann skyldi hafa átt konu eða
tengdafólk syðra, sem allt er ókunnugt um. En
hvernig sem á því hefur staðið, þá hefur orðið
nokkur dráttur á greftri hans. Má vera, að
fyrirstaða hafi verið nokkur af hendi officialis
á því, að hann fengi leg í Skálholti, með því
að hann hafði verið tekinn af lífi, eins og
óbótamaður. Það má og vera, að officialis
hafi ekki viljað móðga Smið með því að veita
Árna leg í Skálholti, og að í einhverju þófi
1) Um víg Árna, Isl. Annaler bls. 225, 279, 359, 408.