Saga - 1949, Side 73
69
hafi staðið, meðan Smiður lifði, en eftir víg
hans (8. júlí) hafi allt gengið greitt. Þó að
Ái-ni hefði að lögum sekur verið, var hann
græfur í kirkjugarði samkvæmt Kristinrétti
Árna biskups 18. kap., nema svo væri, að
Smiður hefði látið dæma hann fyrir drottin-
svik, en naumast er ráð fyrir því gerandi, að
aftöku Barkaðar hefði mátt telja slíkt brot.
Sjálfsagt hafa frændur og venzlamenn Árna
greitt Skálholtsdómkirkju ríkulegt legkaup,
eins og venja var um ríkismenn, enda stóð hér
sérstaklega á, er hlaut að gera þeim það mikið
áhugamál, að inn látni fengi virðulega greftr-
un. Slíkt var nokkurs konar hreinsun á honum
í almenningsálitinu, nokkurs konar uppreist
eftir aðfarir þær, sem hann varð fyrir af hendi
Smiðs Andréssonar.
Nú, er Smiður hafði látið vega Árna Þórðar-
son, gat hann snúið sér að Norðlendingum.
Sennilega hefur hann þó áður sótt alþingi, sem
hefjast skyldi á þeim tímum á Pétursmessu og
Páls (29. júní), og gat staðið eftir þörfum
fram í júlímánuð. Mun því oft hafa lokið 3.
eða 4. þess mánaðar.
Á þessu þingi hefur gerzt atburður, sem
komið hefur illa við Smið. Aftaka Árna Þórð-
arsonar hefur orðið mönnum alkunn á þinginu,
þeim sem hún hefur ekki verið það áður. Og
sýnist naumast efamál, að Smiður hafi notið
þar að atbeina Jóns Guttormssonar. Hafa Norð-
lendingar, að minnsta kosti, ekki viljað hlíta
lögsögu Jóns, sem ætla má Smið hafa skipað
af einræði sínu eins og áður er að vikið, eftir
aðfarir þeirra félaga. Mestur maður í fjanda-
flokki þeirra Smiðs hefur Þorsteinn Eyjólfsson