Saga - 1949, Page 74
70
verið. Nokkurt áræði þurfti til þess að taka
við lögmannskjöri í stað Jóns, eins og á stóð.
Það var ekki einungis fjandskaparbragð í
garð Jóns að taka lögmennskuna af honum,
heldur og ekki síður í garð Smiðs, er skipun hans
hefur að engu verið höfð. Þorsteinn hefur þá
haft mest traust manna til þess, og hefur Jón
Guttormsson þá verið settur af lögmannsdæmi
og Þorsteinn verið kjörinn í staðinn. Þetta
virðist mega telja víst, því að þréf eitt frá
27. febr. 1363 sýnir það, að Þorsteinn er þá
orðinn lögmaður.1) Bendir þetta til þess, að
Þorsteinn hafi þá verið á alþingi. Hefur hér
bætzt ein ástæða til norðurfarar Smiðs til þess
að klekkja á Norðlendingum. Smiður hefur í
fyrsta lagi talið sig þurfa að klekkja á Eyfirð-
ingum fyrir mótþróa þeirra við Jón biskup
skalla. I öðru lagi hefur hann talið sig eiga
gildar sakir á hendur Norðlendingum fyrir of-
ríki þeirra við Jón Guttormsson í för hans
norður í Húnavatnsþing. Og í þriðja lagi hefur
hann talið afsetningu Norðlendinga á Jóni
Guttormssyni af lögmennsku og kjör Þorsteins
Eyjólfssonar í stað Jóns ina mestu móðgun
og óhlýðni við boð sín. Skálholtsbrotið, sem
annars segir langstyttst frá norðurför Smiðs,
segir, eitt annála, frá því, að það orð hafi
leikið á, „að hann ætlaSi aS taka gildustu
bændur fyrir norðan undir sverð“. Gottskálks-
annáll segir og, að Smiður hafi haft mörg
skapraunarorð um Norðlendinga, auk þess sem
hann kallaði þá ,,útlaga“.2) Ofríki þeirra við
1) ísl. frbrs. III. 187.
2) IsL Annaler bls. 225, 359.