Saga - 1949, Side 75
71
Jón Guttormsson og ef til vill óhlýðni þeirra
við boð sín hefur hann talið útlegðarsök.
Eftir alþingi 1362, sennilega 3. eða 4. júlí-
mánaðar, en alls ekki þegar 29. júní, lagði
Smiður upp í norðurför sína ina síðari. Henn-
ar er getið í öllum fjórum annálunum, en ræki-
legast í Flateyjarannál.1) Skálholtsbrotið segir,
að Smiður hafi haft þrjá tigu manna alvopn-
aða. Flateyjarannáll segir, að fylgdarlið hans
hafi verið „eigi ört hálfur fjórði tugr manna“,
en hinir geta mannfjöldans ekki. Má því ætla,
að lið hans hafi verið rúmlega þrír tygir. Segir
Lögmannsannáll, að í liðinu hafi verið „marg-
ir Sunnlendingar“, en þar með er alls ekki
sagt, að með honum hafi verið margir úr Sunn-
lendingafjórðungi. Norðlenzkur annálsritari
getur nefnt alla þá rnenn Sunnlendinga, sem
eru sunnan Holtavörðuheiðar, og Dalamenn.
Annars má fara nærri um liðsmenn Smiðs.
Sjálfur hefur hann haft nokkra fasta fylgdar-
menn, sveina, eins og höfðingja var háttur.
Hirðstjóri hefur að lögum sjálfsagt mátt ríða
um land við að minnsta kosti tíunda mann,
eins og sýslumenn,2) Jónsbók Þegnskylda 2.
kapítuli. Sýnist ljóst, að hirðstjóra hafi verið
heimilt að ríða um land við eigi færri menn.
Þriðjungur þessa liðs að minnsta kosti hafa
því verið fylgdarmenn Smiðs. Þeir eru eflaust
sú „sveit“ sem Snjólfsvísur segja hafa barizt
1) Isl. Annaler bls. 225, 279, 359, 408—410.
2) Annars höfSu hirÖstjórar þá og sýslur, oft einn
eða fleiri landsfjórðunga í einu, en höfðu svo um-
boðsmenn fyrir sig í hverju þingi (réttara, lögsagnara).