Saga - 1949, Page 78
74
ist hér fyrst meS niðjum Hannesar hirðstjóra
Eggertssonar, sem sjálfur var erlendur maður,
en nafnið Jarpr sýnist vera afbökun úr erlendu
nafni, ef til vill úr nafninu Jaspar, en hér á
landi er nafnið Jarpr óþekkt á manni.
Næstur á eftir þessum tveimur erlendu og
óþekktu mönnum er meðal inna föllnu af mönn-
um Smiðs nefndur þessi „Jón langr“. Það, að
þessi maður er nefndur eftir tvo útlenda og
óþekkta menn hér á landi, bendir ótvírætt til
þess, að hann hafi ekki verið íslenzkur höfð-
ingi. Ef svo hefði verið, þá hefði hann vafa-
lítið verið fyrr talinn, sjálfsagt við hlið Smiðs
eða Jóns Guttormssonar. Einn íslenzkur höfð-
ingsmaður að nafni Jón langr er að vísu nefnd-
ur. sem menn hafa annars vitað lítið um. Hann
hefur verið talinn hafa verið úr öxarfirði.
Gerum ráð fyrir því, að hann hafi verið norð-
lenzkrar ættar og búið þar 1362 í Öxarfirði.
Annálarnir, sem eru einu heimildarritin um
þessa atburði, segja einungis Sunnlendinga
hafa fylgt Smið. Þeir þekkja ekkert til nokkurs
norðlenzks manns, er verið hafi í fylgi með
honum. Það hefði verla dulizt annálahöfundum,
svo sem Einari presti Hafliðasyni. ef nafn-
kunnur norðlenzkur höfðingi hefði verið með
Smið þessu sinni til aðfarar á hendur norð-
lenzkum höfðingjum og stórbændum. Jón sá
„langr“ sem féll á Grund, hefur því alls ekki
verið norólenzkur höfðingi.
En Jón langur, sem kenndur er við öxar-
fjörð og verið hefur höfðingsmaður, hefur þá
ef til vill ekki búið 1362 á NorSurlandi, heldur
í Sunnlendingaf jóróungi. Og þá kæmi það, að