Saga - 1949, Page 79
75
því leyti heim við sögn annálanna um fylgi
Smmlendinga við Smið. En þá hefði hann ekki,
er getið var falls hans, verið settur milli
óþekktra fylgdarmanna Smiðs. Þá hefði falls
hans líka verið getið við hlið Smiðs og Jóns
Guttormssonar. Steinn Dofri hefur komizt að
þeirri niðurstöðu, að Jón langur hafi verið
sunnlenzkur, og hafi fyrra hluta æfi sinnar
verið á Suðurlandi, en flutzt síðar norður í
Þingeyjarþing. Rök til þessa eru allálitleg.
Það er kunnugt, að Stóru-Vellir á Landi í
Rangárþingi komust í eigu Oddaverja, sjálf-
sagt fyrir kvonfang Sæmundar fróða, sem átti
Guðrúnu Kolbeinsdóttur af Vallverja ætt.1)
Þórður Andrésson, sonarson Sæmundar Jóns-
sonar í Odda, sá er Gizur jarl lét vega 1264,
hefur átt Stóru-Völlu og búið þar. Sonarsonur
Þórðar Andréssonar hefur verið Þórður Lofts-
son, sem sagður er hafa verið kvæntur Guðrúnu
Illugadóttur, sem Þorsteinn Kolbeinsson á
Holtastöðum lagðist með og Laurentius biskup
bannfærði (laust eftir 1320), með því að hann
vildi ekki að boði biskups segja hana sér af-
henda, þó að fjórmenningsmæðgir væru með
Þeim, með öðrum orðum: Þórður Loftsson,
bóndi Guðrúnar, hefur verið í fjórmennings-
frændsemi við Þorstein Kolbeinsson.2) Og
stendur það heima, að Þórður Loftsson og
Þorsteinn Kolbeinsson hafa verið réttir fjór-
menningar frá Sæmundi Jónssyni í Odda,
þannig:
1) Sbr. Blöndu VIII. 236—237.
2) Bps, Bkmf. I. 852.