Saga - 1949, Síða 81
77
sem Steinmóður prestur Þorsteinsson veitir
(1398 og 1399) umboð yfir eignum sínum fyr-
ir norðan Öxnadalsheiði, og konu hans Þor-
gerði.1) Ætlar Steinn Dofri, að Þorgerður kona
Jóns hafi verið þingeysk og hafi Jón því flutzt
norður og fengið þar eignir með henni.
Það hefur jafnan verið talið, að Finnbogi
gamli (á lífi 1440) í Ási í Kelduhverfi hafi
verið sonur Jóns langs, en um framætt hans
hefur í rauninni enginn vitað neitt. Dóttir
Finnboga gamla var Guðlaug kona Odds Ás-
mundssonar lögmanns.2) Nú er það kunnugt,
að Oddur lögmaður Ásmundsson bjó síðar á
Stóru-Völlum á Landi, og með því að torbent
verður á það, að honum hafi hlotnazt þeir að
erfðum, og þess finnast engar minjar, að hann
hafi keypt þá eða fengið með öðrum hætti, þá
er ætlandi, að hann hafi komizt að þeim vegna
kvonfangs síns. En ef svo hefur verið, þá hefur
Guðlaug kona hans erft þá eftir föður sinn,
en hann eftir Jón (lang) Bjarnarson föður sinn.
Er auðsætt, að Jón langur, sá er féll á Grund
1362, getur ekki verið Jón langur Öxarfjarðar-
höfðinginn, ef þessi ættfærsla hans er rétt,
því að hann hefur með vissu verið lífs fram
undir 1400.
Enginn má láta viðurnefnið „langur" villa
sér sýn. Fleiri Jónar en öxfirzki höfðinginn
höfðu þetta viðurnefni eða kenningarnafn á
14. og 15. öld, og skulu nefnd þess nokkur
dæmi. Árið 1390, 28 árum eftir Grundarfund,
kemur maður, sem nefndur er Jón langr við
1) ísl. fbrs. III. 626—627, 641—642,
2) ísl. fbrs. V. 111, 140.