Saga - 1949, Page 82
78
bréf austur í Skaftafellsþingi') og er hann
sýnilega einn góðbænda þar í sveit. Jón langur
prestur í Hvammi í Dölum (d. 1410) er talinn
meðal sona Orms Snorrasonar.1 2) Mætti geta
þess til, að Jón langr, sá er féll á Grund 1362,
hefði verið sveinn Orms Snorrasonar eða hon-
um skyldur, og hefði svo Ormur látið heita
eftir honum. Er þetta auðvitað að éins tilgáta,
enda má vera, að þessi sonur Orms sé fæddur
fyrir 1362. Árið 1429 segir Nýi annáll, að út
hafi komið Jón langur, með öðrum óþekktum
manni, af Noregi.3) Enginn Jóna þessara er
Öxarfjarðar-höfðinginn Jón langur og enginn
þeirra sá Jón langur, sem féll á Grund 1362.
En dæmi þessi sýna, að fleiri Jónar báru um
þessar mundir kenningarnafnið „langr“ en Jón
langur í Öxarfirði.
Loks eru lítil líkindi til þess, að norðlenzkur
höfðingi hafi verið í sveit Smiðs til aðfarar
að öðrum norðlenzkum höfðingjum og stór-
bændum. Það hefði að minnsta kosti ekki verið
vænlegt til vinsælda norðanlands. Eru ekki
auðfundnar þær hvatir, sem átt hefðu að draga
Öxarfjarðar-höfðingjann til hluttöku í fyrir-
ætlunum Smiðs Andréssonar.
Með þessa sveit ríður Smiður norður í land
einhverja fyrstu daga júlímánaðar 1362. Lög-
mannsannáll og Gottskálksannáll segja, að hann
hafi komið í Eyjafjörð, en Flateyjarannáll
segir, að Eyfirðingar hafi haft njósnir af ferð
hans. Verða þessi ummæli annálanna naumast
1) ísl. fbrs. III. 450.
2) Sýslum. æfir II. 444.
3) Annales Isl. I. bls. 26.