Saga - 1949, Page 83
79
skilin öðruvísi en svo, að Smiður hafi komið
fyrst í byggð norðanlands í Eyjafirði, enda
sýnist förin fyrst og fremst hafa verið farin
til þess að jafna á Eyfirðingum, sjálfsagt
vegna framkomu þeirra á Hólafundinum 14.
apríl sama árs og mótþróa þeirra við Jón bisk-
up skalla. Smiður hefur sennilega farið fjall-
vegu. en ekki byggðir, enda mátti þess vænta,
að fremur yrði komið að Eyfirðingum óvörum,
ef farin voru fjöll, því að fregn um ferðir
Smiðs mátti auðveldlega berast á undan hon-
um, ef hann hefði farið byggðir. För af Þing-
velli norður Kjalveg t. d. hefur tekið svo sem
3—4 daga, og stendur það þá heima, að hann
hefði lagt upp 3. eða 4. júlí af Þingvelli. Það
er auðséð, að Smiður ætlar sér að koma að Ey-
firðingum óvörum, því að annálarnir gefa það
í skyn, með því að þeir segja, að Eyfirðingar
hafi haft njósnarmenn og hafa þeir því vitað
um komu hans. og komið hafi saman „mikill
lýðr“ á Grund á Seljumannamessu (Gottskálks-
annáll), en Lögmannsannáll og Flateyjarannáll
segja á Seljumannavöku, sem er kvöldið fyrir
Seljumannamessu (þ. e. að kvöldi 7. júlí).
Grundar-Helga á að hafa staðið fyrir mann-
söfnuði þessum, eins og áður getur, en bóndi
hennar er sagður ekki hafa verið heima. Á
hún að hafa safnað smalamönnum og verk-
ntónnum úr grenndinni, með því að bændur
hafi almennt ekki verið heima. Þeir eiga að
hafa verið í kaupstaðarferðum, að því er Finn-
ur biskup segir.1) Vel má það vera, að Helga
hafi sent menn til liðsafnaðar, en ljóst sýnist,
1) Hist. eccl. I. 428.