Saga - 1949, Side 84
80
að einhverir forystumenn Eyfirðinga hafi fyrir
liðsafnaðinum staðið, með því að þeir héldu
njósnir um ferð Smiðs, enda hefur þurft vopn-
vana menn og hrausta til þess að vinna á Smið
og sveinum hans. En mannsöfnuður þessi hef-
ur naumast verið kominn að Grund, þegar þeir
Smiður komu þangað, því að atgangan mundi
þá ekki hafa frestast til miðs morguns daginn
eftir, og þeir Smiður hefðu þá ekki tekið á
sig náðir, eins og sagan segir, að þeir hafi
gert. Eyfirðingar og aðrir virðast hafa verið
að koma þangað fram eftir nótt, og fullskipað
hefur þótt til atlögu um miðjan morgun, þegar
ráðist var að þeim Smið, að sögn Flateyjar-
annáls. Stóð bardaginn nálægt þremur klukku-
stundum, því að vígum var lokið nálægt dag-
málum (um kl. 9).
I Snjólfsvísum segir, að sveit Smiðs hafi
verið „hringserkjum klædd“. Og Gottskálks-
annáll segir, að Jón Guttormsson hafi verið
„laminn med jámreknum kylfum til bana“.
Menn Smiðs hafa verið brynjaðir og Jón hefur
líka verið vel búinn að hlífum, svo að járn
hefur naumlega fest á honum, nema svo sé, að
Eyfirðingar hafi talið honum það meiri sví-
virðing, er hann væri .með bareflum drepinn.
En það, að menn Smiðs eru svo vel hlífum
búnir, bendir heldur til þess, að þeir hafi haft
meiri varúð við en þjóðsagan lætur þá hafa,
þar sem hún lætur þá hafa lagzt ölóða til
svefns og ekki að sér uggað, fyrr en ráðizt var
á þá í skála Grundar-Helgu. Hitt sýnist senni-
legra, að þeir hafi haft nokkura varúð við og
jafnvel hvílzt í herklæðum sínum eða að
minnsta kosti haft einhvern vörð um sig.
J