Saga - 1949, Page 88
84
Kvað hann þurfa þess
at þylja vers.
Sú er bænin bezt,
er byrgi mest.
Um þriðja höfðingjann, Þorgeir Egilsson,
segir ekkert. Hann hefur að minnsta kosti ekki
haft sig svo frammi, að skáldinu hafi þótt
umtals vert. Með því að íslenzku höfðingjarnir
tveir, sem með Smið voru, hugðu skjótt á und-
ankomu, annar út um „kamarseyrat", en hinn
leitaði kirkju sér til griða, þá munu fylgdar-
menn þeirra naumast hafa verið vopndjarfari,
enda er gefið í skyn, að nokkrir hafi fylgt Jóni
skráveifu, „þann þreklausa mann“, út um
„kamarseyrat". Þegar foringjarnir sýndu ekki
meiri hreysti eða hugrekki, þá má ekki vænta
þess, að óbreyttir liðsmenn hafi viljað leggja
sig í meiri hættu en alveg var óhjákvæmilegt.
Snjólfur skáld er í Flateyjarannál sagður
hafa kveðið kvæði sitt um ,,fundinn“ (þ. e.
Grundarbardaga). Hann segir í almennum orð-
um þetta:
Mjök eggþunn öx
í jaröar föx
sviku lýða líf,
en lestu lilíf.
Dreif hrotta hregg
run heila vegg.
Gaf ei hildar liliö
harðfengjat lið.
Síðan nefnir skáldið tvo menn, „Þorstein“ og
„son Kolbeins“ og fer lofsamlegum orðum um
framgöngu þeirra. Þá koma þeir Ormur og Jón