Saga - 1949, Síða 89
85
skráveifa, og er farið háðulegum orðum um þá
báða. Síðan er SmiSs minnzt og manna hans,
og þeim borið hreystiorð. Það sýnist augljóst,
að skáldið byrjar á höfðingjum aðfararmanna,
sem væntanlega hafa verið Benedikt Kolbeins-
son og Þorsteinn Eyjólfsson, minnist síðan
íslenzku höfðingjanna, Orms og Jóns, sem voru
með Smið, og síðan Smiðs sjálfs og kappa
hans. Kvæðið er um fundinn í heild, og vel
fallið, að íslenzku höfðingjanna sé minnzt fyrst,
hvort sem það verður til lofs eða lasts.
Þegar Smiður var fallinn, hefur vopnaskipt-
um lokið, enda þá sjálfsagt fáir til varnar.
Og þeim, er eftir voru, hafa verið gefin grið.
Meðal þeirra voru sunnlenzku höfðingjarnir
Orrnur Snorrason og Þorgeir Egilsson. Þeir
hafa sennilega ekki verið sakaðir við Norð-
lendinga um annað en fylgd með Smið norður.
Vera mætti og, að það hafi bjargað Ormi, að
hann komst að kirkjudyrum og hefur hann
haldið sér í dyrastaf kirkjunnar. En Jón Gutt-
ormsson hefur sennilega verið svo sakbitinn
og illa þokkaður, að honum hefði ekki verið
griða von, þó að hann hefði ekki þegar verið
fallinn, er vopnaskiptum lauk. Það er svo að
sjá sem Norðlendingar hafi viljað hafa líf
hans. því að margt mátti enn illt af honum
standa, þótt hann væri „þreklaus“.
Sagt er enn, að margir menn hafi fengið
„lemstur og limalát“ á Grundarfundi. Hafa
hvorir tveggja tekið með sér þá, sem ferða-
færir voru. Hinir hafa eftir orðið, legið í
sárum. Má vel vera, að það hafi komið í hlut
húsfreyjunnar á Grund og heimafólks hennar
að hjúkra sumum þeirra, er særzt höfðu. Heim-