Saga - 1949, Page 90
86
ildarritin þegja um það, eins og svo margt
annað í þessu efni, sem nú þætti betur að
vita en ekki.
Flateyjarannáll getur þess, að Ormur Snorra-
son hafi með sér haft suður „flestöll“ tygi
þau, er þeir Smiður hafi átt. Er því svo að
sjá sem eitthvað hafi eftir orðið, hvort sem
því hefur seinna verið skilað eða ekki. Hafa
Norðlendingar ekki flett ina föllnu hlífum, svo
sem stundum virðist þó hafa verið gert, er
slíkir fundir voru. Að minnsta kosti er stund-
um talað um, að slíkir hlutir hafi komið illa
til skila.
Um greftrun inna föllnu eru nokkrar sagnir.
í Gottskálksannál segir að lík Smiðs hafi verið
flutt til Hóla, en Jóns Guttormssonar til Kol-
beinsstaða. Jón biskup skalli fór utan þetta
sumar,1) en ekki segir, hvort það hefur verið
fyrir eða eftir Grundarfund. En líkur benda
til, að biskup hafi verið hér á landi, þegar
fundurinn varð (8. júlí). Biskupi hefur verið
vel til Smiðs, og þeir hafa verið samlandar.
Enginn er líklegur til þess að hafa gengizt
fyrir því, að Smiður fengi svo veglegan gi'öft,
nema biskup. enda hafði hann einn heimild til
þess að veita Smið leg að Hólum, ef biskup
var þá í landinu. Má og víst telja, að Smiður
hafi þar verið grafinn í kirkjugarði, því að í
Flateyjarannál segir árið 1391, að Hrafn lög-
maður Bótólfsson hafi verið grafinn að Hólum
hjá Smið Andréssyni frænda sínum2).
Jón Guttormsson kann að hafa átt heima á
1) Isl. Annaler bls. 226, 279 410.
2) Isl. Annaler bls. 417.