Saga - 1949, Side 91
87
Kolbeinsstöðum árið 1362. En það er þó alls
ekki víst, og jafnvel fremur ólíklegt. Á Kol-
beinsstöðum hafa þau búið Ketill Þorláksson
hirðstjóri (d. 1342) og frú Una Guttormsdótt-
ir, kona hans, sem verið hefur systir Jóns
Guttormssonar. En óvíst er, hvort Una hefur
þá verið á lífi. En ef geta skal til, þá er annað
hvort, að hún eða herra Snorri Ketilsson, son-
ur þeirra, hafi þá búið á Kolbeinsstöðum, eða
ef til vill Vigfús Flosason og Oddný Ketils-
dóttir. En hvort sem þetta fólk hefur þar
búið þá eða ekki, þá hefur það verið nákomið
Jóni Guttormssyni og hefur tekið við líki hans
til greftrunar. Mætti vera, að Ormur Snorra-
son hefði flutt það með sér frá Grund. Hefur
þá norðurför hans endað með líkför. En hvern-
ig sem það hefur verið, þá hefur norðurförin
orðið honum hrakför in mesta.
Sira Jón Halldórsson segir,1) að hinir menn
Smiðs, er féllu á Grund, hafi, að sögn, verið
dysjaðir fyrir ofan Grund, þar sem heitir
„Helgrihóll“. Er þetta víst misritun eða prent-
villa, því að hóllinn er nefndur Helguhóll eftir
Grundar-Helgu. Saga er um það, að Grundar-
Helga hafi látið haugsetja sig þar með miklu
fé.2) Þetta er auðvitað þjóðsaga, sem enginn
fótur er fyrir annar en sá, að fylgdarmenn
Smiðs, er féllu á Grund, kunna að hafa verið
dysjaðir í hól þessum eða annars staðar í landi
Grundar. Þó að biskup hafi sennilega hirt um
greftrun Smiðs sjálfs, hafa líklega engir hirt
1) Safn. II. 630v
2) Jón Árnason, ísl. ÞjóSs. I. 280. Sbr. Kl. J. Grund
bls. 4.