Saga - 1949, Page 92
88
um greftrun fylgdarmanna hans, sem allir eða
flestir hafa verið erlendir menn, og hafa þeir
því verið dysjaðir þar á staðnum. Slíkt varð
hlutskipti Diðriks von Mynden og fylgjara
hans. sem vegnir voru sumir í Skálholti 10.
ágúst 1589, og sumir í Hruna nokkru síðar, að
sögn sira Jóns Egilssonar.1) Almenningur hef-
ur talið þá óbótamenn, sem ekki ættu kirkju-
leg. Og þó að einhverir Islendingar væru meðal
fylgdarmanna Smiðs, þá hafa Norðlendingar
ekki litið þá hýrara auga en hina. Islenzkur
maður var og meðal þjóna Diðriks, og var
hann látinn sæta sömu örlögum að þessu leyti
sem hinir.
Annálarnir segja ekki, hverir hafi verið
foringjar í aðförinni að Smið né heldur, hver
verið hafi banamaður hans. Snjólfsvísur veita
þó bendingu um tvo menn, er þar hafa að
unnið. Eins og áður getur. eru tveir menn
nefndir, er verið hafi á fundinum og barizt
hraustlega. Annar er nefndur „sonr Kolbeins“,
en hinn „Þorsteinn“. Vér þekkjum enga tvo
höfðingja, sem þessi nöfn bera og líklegir eru
til þess að hafa haft forgöngu um aðförina,
aðra en lögmanninn og höfðingjann fræga,
Þorstein Eyjólfsson á Urðum, og Benedikt
Kolbeinsson á Auðkúlu. Þorsteinn var búandi
svo nálægt, að hann gat til Grundar komið með
litlum fyrirvara, enda ef til vill einmitt látið
halda njósnum um för Smiðs. Og með því að
Norðlendingar hafa vitað um ferð hans, þá var
ekki heldur ógerlegt að koma orðum til Bene-
dikts nógu snemma. Atlagan hófst ekki fyrr
1) Safn. I. 68, 69.