Saga - 1949, Síða 93
89
en um miðjan morgun 8. júlí 1362, svo að
Benedikt mátti vel hafa komizt til Grundar
um nóttina, jafnvel þótt hann hefði ekki að
heiman farið fyrr en morguninn áður, á góð-
um hestum og með harðri reið. Þar að auki er
sá möguleiki, að báðir þessir höfðingjar hafi
verið á alþingi og vitað eða að þá hafi grunað,
að Smiður ætlaði að ríða norður til þess að
refsa bændum þar um sveitir, þeim er honum
þóttu sakbitnir og að þeir hafi því haft við-
búnað til þess að rnæta honum. Svo er og bent
áður á það, að þessir tveir höfðingjar hafa að
öllum líkindum átt sérstaklega harma sinna að
reka við Smið. Ef ættfærsla Steins Dofra um
Árna Þórðarson er rétt, þá hefur Benedikt
verið föðurbróðir hans. Og ef kona Þorsteins
hefur verið Kristín Þórðardóttir, systir Árna,
þá hefur Þorsteinn átt námágs síns að hefna.
Og báðir hafa þeir verið f jandmenn Jóns Gutt-
ormssonar eftir norðurför hans 1360. Hefur
þeim naumast verið ókunnugt, eða mátti að
minnsta kosti gruna. að hann væri með Smið.
Þaö, sem vafa mætti orka um það, að „Þor-
steinn“ sá, er í Snjólfsvísum greinir, sé Þor-
steinn Eyjólfsson, er sögn annála um utanför
hans. Gottskálksannáll segir Þorstein hafa far-
ið utan 1362, árið eftir Grundarbardaga, að
tali annálsins.1) Lögmannsannáll og Flateyjar-
annáll telur utanför hans hins vegar árið 1362,
sama árið sem Grundarfundur varð. að þeirra
tali. Eftir stöðu greinarinnar um utanför Þor-
steins mætti ætla, að hann hefði verið látinn
út. áður en Grundarbardagi varð, því að utan-
1) ísl. Annaler bls. 360.