Saga - 1949, Page 95
91
hans um árið 1348. Þar er atburðaröðin þessi:
1. Útkoma Jóns biskups Sigurðssonar. Reið
hann til Hóla og ætlaði að sætta Orm biskup
Ásláksson og Norðlendinga. Síðan reið hann
suður Kjöl, komst heim, tók sótt og andaðist
um Magnúsdag (þ. e. Magnúsmessu). Magnús-
messur eru tvær, 16. apríl og 13. desember.
Er hér sjálfsagt átt við Magnúsmessu síðari,
því að biskup hefur naumast komið út fyrir
16. apríl. En þetta skiptir þó ekki máli hér.
2. Þá er sagt frá vetrarhörkum.
3. Greint er andlát Holta hirðstjóra. Nú er
kunnugt, að hann lézt 23. eða 2h. febrúar.1)
Ef fylgt hefði verið réttri tímaröð, þá hefði
andlát Holta átt að vera getið fyrst. Síðan
hefði tíðarfarsins þenna vetur átt að vera getið
og síðast athafna og andláts biskups. Annáls-
ritarinn (Einar prestur Hafliðason) hefur sýni-
lega ekki hafið skýrslu sína um þetta ár fyrr
en eftir lát biskups eftir miðjan desember, og
þá hefur hann skráð nokkra atburði, sem
hann hefur heyrt eða munað eftir. auk þess
sem hann getur í lok sagna sinna um þetta ár
andláts móður sinnar, sem ókunnugt er um,
hve nær dáið hefur á árinu .
Það er því fráleitt að binda atburði við þá
röð, sem annálaritari nefnir þá í. Slíkt mætti
því að eins, að víst væri, að hann hefði ritað
þá jafn harðan og honum urðu þeir kunnir,
og kunnugt væri, að hann hefði allt af fengið
vitneskju um þá í þeirri röð, sem þeir gerðust
í. En hvorugu er til að dreifa, enda ljóst, að
oft, að minnsta kosti, hefur annálsritari hafið
1) ísl. ártíðaskrár bls. 84, 88.