Saga - 1949, Page 96
92
atburðaskráningu sína seint og síðarmeir á
árinu eða ef til vill enn seinna, og þá skrifað
upp það, sem honum var minnisstæðast og
hann taldi helzt frásagnar vert. Og með þeim
samgöngum, sem þá voru hér í landi, hlutu
fréttir um atburði að berast mjög mismunandi
fljótt, svo að fregn um atburð, sem gerðist
síðar, gat borizt fyrr til vitundar annálsritara
en fregn um atburð, sem fyrr gerðist, gat bor-
izt honum síöar. En af því leiddi það, að fyrri
atburðurinn mátti verða skrásettur síSar í riti
hans. jafnvel þótt hann hefði skráð atburðina
jafn harðan og hann fékk fregn um þá.
Það er nú út af fyrir sig líklegt, að Þoi'-
steinn hafi biðið alþingis 1862 og að hann hafi
skjótt frétt um aftöku Árna Þórðarsonar, enda
líklegt, að sent hafi verið gagngert með þau
stórtíðindi norður í land til frænda hans þar
og venzlamanna. Þess vegna sýnist öllu lík-
legra, að Þorsteinn hafi biðið nokkuð til þess
að sjá, hverju fram yndi. Af Smið mátti þess
vænta, að hann mundi ekki sitja um kyrrt
eftir ummæli þau, sem hann hafði haft um
norðlenzka stórbændur og höfðingja eða þeir
hafa að minnsta kosti heyrt höfð eftir honum
eftir Hólafundinn 14. apríl 1362. Norðurför
Smiðs hefur því naumast komið þeim alveg á
óvart. Eftir víg Árna Þórðarsonar þurftu þeir
ekki að búast við neinni linkind af hálfu Smiðs.
Og Þorsteinn Eyjólfsson sýnist ekki hafa verið
sá maður, er smeygði sér undan vanda, er hann
sjálfur eða landsmenn hans áttu hlut að máli.
Sennilegast virðist því, að hann hafi verið á
alþingi sumarið 1362 og komizt þar að ráðum
Smiðs um norðurförina að bændum, riðið síðan