Saga - 1949, Page 97
93
norður sem hvatlegast og undirbúið viðtök-
urnar.
Þá eru það einskisverð rök, að Þorsteinn Eyj-
ólfssonar mundi hafa verið getið í Flateyjar-
annál, ef hann, slíkur höfðingi, hefði verið
foringi í aðför að Smið,1) með því að annál-
arnir geta yfirhöfuð engra foringja hennar.
Ef einhvers eða einhverra slíkra foringja væri
getið. en Þorsteinn væri ekki nefndur, þá væri
þessi athugasemd athyglisverð. En með því að
einskis þeirra er getið, þá verður engin álykt-
un leidd af því, að Þorsteinn er ekki nefndur.
Einhver eða einhverir hlutu þó að vera fyrir-
menn mannsafnaðarins og aðfararinnar og
enginn er víst líklegri til þess um Eyjafjörð
en Þorsteinn.
Fangelsan Þorsteins og, er þeir komu til
Noregs, ið langa varðhald, sem hann var hafð-
ur í og síðar verður getið, er torskýrð, nema
svo hafi verið, að honum væri gefin sök á
vígi Smiðs.
Eyfirðingar og aðrir Norðlendingar, sem
með þeim kunna að hafa verið, unnu mikið
stórvirki á Grund 8. júlí 1362. Það hefur víst
ekki gerzt í sögu landsins áður, að fyrirfram
hafi verið safnað mönnum til aðfarar að æðsta
umboðsmanni konungsvaldsins, hús tekin á
honum og hann veginn. Hafa verið til þess
tvennar sakir. Smiður hafði þremur vikum áður
látið vega Árna Þórðarson að ólögum. Hefndar
hefur þótt vant fyrir það brot Smiðs. Nú ætl-
aði Smiður að láta öxina ríða að höfðum nokk-
urra fyrirmanna í Norðurlandi, „hreinsa til“,
1) Safn. II. 629 nmgr.