Saga - 1949, Side 98
94
eins og það mundi nú vera kallað, eða „refsa
til landhreinsunar ok friðar“, eins og það er
kallað í Jónsbók Mannhelgi 2. kap. Slíka hreins-
unar og refsiferð hefur Smiður ráðgert, eftir
því sem annálar lýsa orðum hans og fyrir-
ætlunum. Hann kallar höfðingja og stórbændur
útlaga og landráðamenn, og orð fer af því, að
hann ætli að „leggja þá undir sverð“. Aðförin
að Smið er því að öðrum þræði hefndarathöfn,
en að hinum sjálfsvöm. Hann tekur með sér
báða lögmennina, Orm Snorrason og Jón Gutt-
ormsson, þenna sinn þjón og illa anda, sem
hann hefur þá sjálfsagt alveg nýlega skipað
í lögmannssæti. Má vera, að þetta sé vottur
þess, að Smiður hafi hugsað sér að láta þá
lögmennina nefna einhverja dómsmynd um
menn þá, sem hann ætlar að fanga. En fyrst
hefur hann að sjálfsögðu ætlað að handtaka
þá, sem hann hafði fyrir sökum, svo að engir
verði til andstöðu og svo láta lögmennina sjá
um ,,dómsathafnirnar“. Hefur Smiður talið sig
hafa nægilegan styrk vopnaðra manna til fram-
kvæmdar lögregluaðgerðunum og aftökunum,
er hann bjóst við að koma mönnum óvörum.
En hann varast ekki viðbúnað og manndóm
norðlenzkra höfðingja og gengur í gildru sjálf-
ur, grefur sér sjálfum þá gröf, sem hann ætl-
aði að grafa öðrum. Þrátt fyrir hreysti sína
og fylgdarmanna sinna og vopnfimi, sem ekki
verður lítið gert úr, verður Smiður borinn
ofurliði, og má segja, að þeir Smiður hafi fall-
ið með sæmd að því leyti. Menn þeir erlendir,
sem hingað voru sendir með umboð konungs,
hafa sjálfsagt flestir verið þjálfaðir hermenn
og þeim hafa oftast verið fengnir vaskir menn