Saga - 1949, Page 99
95
og vopndjarfir, og svo hefur verið um Smið
og fylgdarmenn hans. Lénharður fógeti og
Diðrik von Mynden, sem báðir voru drepnir
hér, voru t. d. inir hraustustu menn. Aðför að
Smið og aftaka hans er í raun réttri einn þátt-
ur í vörn landsmanna gegn erlendu ofríki og
lögbrotum erlendra umboðsmanna konungs-
valdsins, auk þess sem einstakir menn áttu
harma sinna að hefna á Smið.
IV. Eftirmál eftir Smið Andrésson.
Frá sjónarmiði konungsvaldsins hlaut, að
órannsökuðu máli víg Smiðs Andréssonar og
manna hans og víg lögmannsins Jóns skrá-
veifu, að vera stórglæpur, sem varðaði dauða-
refsingu og algerum eignamissi. Þó að ef til
vill ekki hafi verið eða orðið kunnugt, hver
varð banamaður Smiðs, þá hefur það brátt
orðið kunnugt, hver eða hverir voru forustu-
menn aðfararinnar. Hverir sem þeir hafa ver-
ið, þá hlaut höfðingjum norðanlands að vera
það ljóst, að skilríkan mann og kjarkmikinn
þurfti til þess að túlka málið fyrir konungs-
valdinu erlendis. Auk þess hafa höfðingjar
leikmanna ekki verið sýknaðir af andstöðu við
Jón biskup skalla, þó að þar væri um minna
að véla en aftöku Smiðs. Þetta ár, 1362, fara
af leikmönnum utan þeir Þorsteinn Eyjólfsson
og Ólafur Pétursson. Af klerka hálfu sigldi
Þorsteinn Hallsson. Jón biskup skalli fór og
utan þetta ár.1) Jón biskup er sagður hafa
komið út árið eftir, og hafi hann „engan létta“
1) Isl. Annaler bls. 226, 360, 410.