Saga - 1949, Page 100
96
fengið af erkibiskupi í málum sínum, segir
Flateyjarannáll. Þorsteinn Hallsson andaðist í
Noregi 1363.J) Viðtökur þeirra Þorsteins og
Ólafs urðu heldur kaldar. Þeir lentu við Há-
logaland, og segir, að Hreiðar darri, sem sjálf-
sagt hefur verið þar sýslumaður konungs, hafi
gripið bæði skip og góz og fært leikmenn til
konungs í haldi (Flateyjarannáll).1 2) Prestun-
um, sem voru á sama skipi, hefur sennilega
verið sleppt, því að þeir hafa ekki verið í
sökum við konungsvaldið, enda átti kirkjan lög-
sögu um þeirra mál. Annálar geta þess ekki,
hversu lengi Ólafur Pétursson hafi verið í
haldi, enda er ókunnugt um hlutdeild hans í
vígi Smiðs. En Þorsteinn var færður til Varð-
bergshúss í Hallandi, og þar var honum haldið
í varðhaldi til vors 1363, er Gottskálksannáll
segir Magnús konung hafa „frelsaö“ hann
„og gerði hann öllungis kvittan af öllum mála-
vöxtum og reikningi“.3) Naumast getur það
orkað tvímælis, að Þorsteinn hefur verið tal-
inn standa í stórsökum, er hann var fangaður
og hafður svo lengi í varðhaldi. Hann kann að
hafa átt ólokið reikningsskilum fyrir hirðstjóm
sína árin 1358—1361, en hann hefur ekki verið
fangaður af þeirri sök og allra sízt haldið svo
lengi í varðhaldi. Jón Aðils4) sýnist gera ráð
fyrir því, að þeir Þorsteinn hafi verið teknir
og skip þeirra og góz fyrir brot á verzlunar-
lögum. Þeir lentu, að sögn Flateyjarannáls, við
1) Isl. Annaler bls. 226.
2) Isl. Annaler bls. 408. Sbr. og 360.
3) Isl. Annaler bls. 360.
4) Einokunarverzlun Dana á Islandi bls. 7.