Saga - 1949, Page 103
99
nægilega ótvíræðar sannanir fyrir vítaleysi
þeirra félaga um það efni.
Ef Þorsteinn hefur verið riðinn við víg
Smiðs, sem ríkar líkur benda til, þá hefur
hann haldið vel á rnáli sínu og þeirra annarra.
sem þar áttu hlut að máli, með því að kon-
ungur gerði hann kvittan „af öUum málavöxt■■
um“. Hann hefur sennilega lýst tildrögum að
málum Markúsar barkaðar og sýnt þar með,
að aftaka hans hafi verið fullkomlega lögleg.
En svo hefur Þorsteinn lýst aðförum Smiðs við
Árna Þórðarson og sýnt fram á það, að Smiður
hefði framið stórfellda lögleysu með aftöku
hans. En með þessu einu hefði Þorsteinn þó
ekki réttlætt aðförina að Smið, því að hefndar-
réttur einstaklinga var þá ekki lengur löghelg-
aður. Meira en aftöku Árna Þórðarsonar þurfti
því til réttlætingar þessu stórræði. Þorsteinn
hefur, að líkindum með vitnisburðum félaga
sinna, getað flutt fram gögn um það, að Ey-
firðingar og aðrir norðlenzkir höfðingjar hafi
ekkert það brotið við konungsvaldið, er rétt-
lætt gæti norðurför Smiðs til þess að „leggja
þá undir sverð“ eða „refsa til landhreinsunar
eða friðar“, og að engin efni hafi verið til að
lýsa helztu menn norðanlands „útlaga“ eða
>,landráðamenn“. Hafi Norðlendingum því ver-
ið nauðugur einn kostur að fara að Smið til
þess að verja fé sitt og fjör, að aðförin hafi
verið leyfileg sjálfsvörn. Og ef brottrekstur
Jóns Guttormssonar úr Húnavatnsþingi hefur
verið gefinn Þorsteini eða öðrum að sök, þá
ftumdi hann hafa getað réttlætt hana með
því, að Jón hafi enga heimild haft til þess að
hafa þar yfirreið. Og ef víg Jóns og annarra
L